
Írskur ráðherra segir af sér - sat 80 manna kvöldverð
Landbúnaðarráðherrann sat á miðvikudagskvöld hátíðarkvöldverð á hóteli í Clifden í vesturhluta landins þar sem 82 gestir voru í tveimur sölum. Daginn áður voru reglur hertar til muna á Írlandi og aðeins mega sex manns koma saman innandyra. Aðrar reglur gilda um veitingastaði og verslanir.
Ráðherrann varði þessar hertu aðgerðir í útvarpsviðtali í þættinum The Pat Kenny show á útvarpsstöðinni NewsTalk nokkrum klukkutímum áður en hann mætti í kvöldverðinn. „Við erum í miðjum faraldri og þess vegna verðum við að fækka þeim sem mega koma saman í heimahúsum, af því að það hafa verið partý og hópsmit sem rekja má þangað,“ sagði ráðherrann í viðtalinu í fyrradag.
Í færslu á Twitter baðst Calleary afsökunar. Hann sagðist hafa boðað komu sína í kvöldverðinn fyrir nokkrum vikum síðan til að láta í ljós virðingu sína við ákveðna manneskju sem hann hafi miklar mætur á. Í ljósi hertra samkomureglna hafi hann ekki átt að mæta og biðst á því afsökunar. Þá sagði ráðherrann fráfarandi að stjórnvöld hafi krafist mikils af almenningi til að hefta útbreiðslu faraldursins og því að hann samráðherrana fyrrverandi afsökunar.
Last night I attended a function I committed to a number of weeks ago, to pay tribute to a person I respected and admired greatly. In light of the updated public health guidance this week I should not have attended the event. I wish to apologise unreservedly to everyone 1/2
— Dara Calleary (@daracalleary) August 20, 2020
We are asking quite a lot from everyone at this difficult time. I also offer this apology and my sincere regret to my government colleagues 2/2
— Dara Calleary (@daracalleary) August 20, 2020
Forsætisráðherra Írlands, Micheál Martin, segir að ráðherrann hafi sýnt dómgreindarleysi. Fólk um allt landið hafi fært miklar fórnir bæði í einkalífi og vinnu til að hamla útbreiðslunni. Írska lögreglan rannsakar hvort sóttvarnarreglur hafi verið brotnar í kvöldverðinum.
Greindum smitum á Írlandi hefur fjölgað mikið að undanförnu. Þau eru nú 26 á hverja hundrað þúsund íbúa en voru fjögur fyrir hálfum mánuði.
Carreary hafði aðeins verið í embætti í landbúnaðarráðherra í rúman mánuð. Sá sem sinnti embættinu á undan honum, Barry Cowden, hafði einnig aðeins setið í því nokkrar vikur. Hann sagði af sér eftir að hafa ekið ölvaður.
Fréttin hefur verið uppfærð. Birt var röng mynd með fréttinni áður. Beðist er velvirðingar á því.