Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Heitavatnslaust víða í Hafnarfirði og hluta Álftaness

21.08.2020 - 23:42
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Heitavatnslaust er í hluta Hafnarfjarðar og Álftaness og verður áfram fram undir klukkan fjögur í nótt, að því er segir á vef Veitna. Fjölmargir Hafnfirðingar hafa verið án heits vatns drjúgan hluta dags vegna viðgerða á stórri lögn. Sú vinna dróst á langinn og í kvöld bættust íbúar Setbergshverfis og hluta Álftaness í hóp heitavatnslausra, þegar leki kom að stórri lögn. UPPFÆRT: Áður var áætlað að viðgerð lyki um klukkan tvö í nótt, en nú hefur því verið seinkað til klukkan fjögur.

Mikið rennsli er úr henni, segir í tilkynningu Veitna, sem stoppar viðgerðina. Því þarf að loka leiðum að lögninni til að stoppa rennslið. Áætlað er að vinnu ljúki um tvöleytið í nótt. Er fólki bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysum og tjóni þegar vatn kemst á að nýju.  
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV