Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Brexit-viðræður í hnút

21.08.2020 - 12:17
Erlent · Bretland · Brexit · Evrópa
epa08615935 EU's Brexit negotiator Michel Barnier holds a news conference after a meeting with Britain's chief negotiator David Frost in Brussels, Belgium, 21 August 2020.  EPA-EFE/YVES HERMAN / POOL
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í Brexit-málinu. Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, kvaðst í morgun hafa áhyggjur af litlum árangri í Brexit-viðræðum um viðskipti milli Bretlands og Evrópusambandsins.

Sjöundu lotu viðræðna lauk í morgun, en ekki tókst að leysa þar deilur um fiskveiði- og samkeppnismál eins og vonast var til. Barnier sagði að á þessari stundu teldi hann ólíklegt að samningar tækjust.

David Frost, aðalsamningamaður Breta, kenndi Evrópusambandinu um hve illa hefði gengið. Hann teldi þó enn möguleika á samkomulagi en ekki yrði auðvelt að ná því. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV