Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Bjartsýnn að Covid-19 fari hraðar hjá en Spænska veikin

epa08525471 World Health Organization (WHO) Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus attends a press conference organized by the Geneva Association of United Nations Correspondents (ACANU) amid the COVID-19 pandemic, caused by the novel coronavirus, at the WHO headquarters in Geneva, Switzerland, 03 July 2020.  EPA-EFE/FABRICE COFFRINI
 Mynd: epa
Mannkynið ætti að ná taumhaldi á kórónuveirufaraldrinum á skemmri tíma en þeim tveimur árum sem tók að ráða niðurlögum Spænsku veikinnar.

Þetta segir Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

„Helsti vandi samtímans er heimsvæðingin, nándin og hve stuttan tíma tekur að ferðast heimsálfa á milli, " segir hann. Kostirnir liggi í mun meiri vísinda- og tækniþekkingu en fyrir hundrað árum.

Ghebreyesus segir að vandvirknisleg beiting þeirri þekkingar ásamt voninni um að bóluefni sé innan seilingar auki vonina um að faraldurinn verði að baki á styttri tíma en Spænska veikin geisaði.

Hann segir jafnframt að faraldrar af ýmsu tagi hafi mótað og breytt heiminum og að í Covid-19 liggi einstakt tækifæri til að skapa ungu fólki nýja framtíð.