Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Vilja ekki vera peð í valdatafli stórvelda

20.08.2020 - 10:53
Mynd: AP / AP
Óbreyttir borgarar í Hvíta-Rússlandi vilja ekki að ástandið og mótmælin þar í landi verði að heimspólitísku máli, þar sem Evrópusambandið og Rússland takist á. Það virðist þó einmitt vera stefnan sem málið er að taka.

Björn Þór Sigurbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni ástandið í Hvíta-Rússlandi og flokksþing Demókrata í Bandaríkjunum við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur boðað að hart verði tekið á mótmælum í landinu en undanfarna daga hafa landsmenn fengið að mótmæla meintu svindli í forsetakosningum tiltölulega óáréttir. Lögregla og öryggissveitir reyndu að berja fyrstu mótmælin niður af mikilli hörku og grimmd þar sem fólk sem var handtekið var pyntað og barið. Við heyrðum í fréttamanni sænska ríkissjónvarpsins í Rússlandi sem ekki gerir ráð fyrir að Lúkasjenkó geti haldið völdum til langframa en fari sennilega hvergi á næstu dögum.

Á flokksþingi Demókrata hefur verið veist hart að Donald Trump forseta og hann sagður óhæfur á alla lund. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var ómyrkur í máli er hann ræddi embættisfærslu eftirmanns síns.