Samráðsfundur um stefnu og aðgerðir til lengri tíma

Mynd: Skjáskot / Skjáskot

Samráðsfundur um stefnu og aðgerðir til lengri tíma

20.08.2020 - 08:40

Höfundar

Heilbrigðisráðherra hefur efnt til samráðsfundar um stefnu og aðgerðir í íslensku samfélagi vegna COVID-19 faraldursins til lengri tíma. Streymt verður frá fundinum hér á vefnum og á RÚV 2.

Fundurinn hefst samkvæmt dagskrá klukkan níu 20. ágúst. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að ofan. Ráðgert er að fundinum ljúki klukkan 13.

Almenningur getur tekið þátt í umræðu á fundinum í gegnum Slido. Hægt er að sækja samnefnt app í snjallsíma eða taka þátt á vefnum hér.

Dagskráin hefst með ávarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Fundarstjóri er Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur.

 • 9:10 - Ávarp heilbrigðisráðherra
 • 9:20 - Örerindi
  Bergur Ebbi Benediktsson
  Guðrún Johnsen hagfræðingur um hagræn áhrif COVID-19
  Henry Alexander Henrysson heimspekingur um að lifa heimspekilega með veirunni
  Steinunn Gestsdóttir aðstoðarrektor HÍ um velferð og menntun barna og ungmenna á tímum COVID-19
  Una Hildardóttir forseti LUF um framtíðina og COVID-19
 • 10:30 - Vinnuhópar taka til starfa. Vinnuhóparnir fjalla um heilsu og heilbrigðisþjónustu, menningu, íþróttir og dægradvöl, menntun, atvinnulíf, almannaöryggi og velferð.
 • 11:50 - Samantekt borðstjóra
 • 12:30 - Pallborðsumræður. Í pallborði verða eftirtaldir:
  - Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
  - Alma D. Möller landlæknir
  - Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
  - Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
 • 12:50 - Lok fundar og næstu skref.

Uppfært kl. 15:40: 

Fundi er lokið en upptöku af honum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Tengdar fréttir

Innlent

Lífið á tímum COVID rætt á samráðsfundi á morgun