
Mesti fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd í tæp þrjú ár
Þannig bárust Útlendingastofnun fimm umsóknir í apríl, fjórar í maí og 19 í júní.
Flestar umsóknirnar í júlí eru frá Írökum, eða 37. Næstflestir koma frá Sýrlandi þaðan sem 26 koma og þar á eftir koma Palestínumenn sem eru 12. Í mánuðinum voru alls teknar 86 ákvarðanir um umsóknir um vernd; 61 var veitt vernd, 15 var synjað, sex voru sendir úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, tveir fengu vernd í öðru ríki og hjá tveimur urðu aðrar lyktir mála.
Það sem af er ári hefur 323 verið veitt vernd hér á landi, þar af hafa 193 fengið svokallaða viðbótarvernd sem er veitt þeim sem eiga á hættu dauðarefsingu, pyntingar eða ómannúðlega meðferð í heimalandi sínu og 44 hafa fengið mannúðarleyfi. 90 hefur verið synjað, 39 endursendir á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 37 hafa fengið vernd í öðru ríki.