Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Mæðgurnar Björk og Ísadóra í víkingamynd Sjóns

Mynd með færslu
 Mynd: Santiago Felipe - Björk

Mæðgurnar Björk og Ísadóra í víkingamynd Sjóns

20.08.2020 - 08:39

Höfundar

Björk Guðmundsdóttir er sögð leika norn í víkingamyndinni The Northman sem skartar meðal annars bræðrunum Bill og Alexander Skarsgaard  og Hollywood-stjörnunum Willem Dafoe og Nicole Kidman.

Sjón skrifar handrit kvikmyndarinnar ásamt leikstjóra hennar, Robert Eggers. Myndin gerist  á Ísland í upphafi tíundu aldar en tökur fara fram á Írlandi. 

Dóttir Bjarkar og bandaríska myndlistarmannsins Matthews Barney, Ísadóra Bjarkardóttir Barney, fer einnig með hlutverk í myndinni. 

Mynd með færslu
 Mynd: Instagram
Upplýsingar um hlutverkaskipan myndarinnar birtust á samfélagsmiðlum.

Sjón og Björk hafa áður unnið saman við kvikmyndir því Sjón skrifaði lagatexta við lögin í kvikmyndinni Dancer in the Dark. Þar lék Björk aðahlutverkið og hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir árið 2000. Lagið I've seen it all var einnig tilnefnt til Óskarsverðlauna.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Björk frestar tónleikum

Kvikmyndir

Sjón skrifar handrit að mynd með Nicole Kidman