Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fjallkirkja Hjálpræðishersins tekur á sig mynd

Mynd: RÚV / RÚV

Fjallkirkja Hjálpræðishersins tekur á sig mynd

21.08.2020 - 09:05

Höfundar

Það fer ekki framhjá neinum sem ekur eftir Miklubraut að við Sogamýri er nýtt kennileiti að taka á sig mynd; eldrautt og marghyrnt hús sem verður nýtt húsnæði Hjálpræðishersins. Teiknistofan Tröð hannar húsið.

Saga Hjálpræðishersins spannar 125 ár. Lengst af var Reykjavíkurdeildin til húsa í Herkastalanum, sögufrægu húsi við Kirkjustræti, sem hýsti meðal annars gistiskýli fyrir fólk sem átti ekki í önnur hús að venda. Fyrir fjórum árum seldi Hjálpræðisherinn Kastalann og keypti lóð í Sogamýri fyrir nýjar höfuðstöðvar. 

 „Þetta er frábær staðsetning, nýi miðbærinn í Reykjavík,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi og flokksleiðtogi í Reykjavík ásamt Ingva Kristni Skjaldarsyni. „Hjálpræðisherinn var búinn að vera misvæðis í 120 ár og það var bara gott að hasla sér völl í nýjum miðbæ.“ 

Það fer ekki framhjá neinum sem ekur eftir Miklubraut að við Sogamýri er nýtt kennileiti að taka á sig mynd; eldrautt og marghyrnt hús sem verður nýtt húsnæði Hjálpræðishersins. Teiknistofan Tröð hannar húsið.
Saga Hjálpræðishersins spannar 125 ár. Lengst af var Reykjavíkurdeildin til húsa í Herkastalanum, sögufrægu húsi við Kirkjustræti, sem hýsti meðal annars gistiskýli fyrir fólk sem átti ekki í önnur hús að venda. Fyrir fjórum árum seldi Hjálpræðisherinn Kastalann og keypti lóð í Sogamýri fyrir nýjar höfuðstöðvar.
 Mynd: RÚV
Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi og flokksleiðtogi í Reykjavík og Ingvi Kristinn Skjaldarson.

„Við vildum fá hús sem þjónaði okkar tilgangi í dag,“ bætir Ingvi við. „Alveg eins og gamli kastalinn sem var byggður fyrir þann tilgang sem hann þjónaði þá, meðal annars sem gistiheimili fyrir sjómenn. En nú er tíðarandinn annar. Ásamt öllu velferðarstarfinu erum við að byggja kirkju og rými fyrir verslun af einhverju tagi og kaffihús.“ 

Hjördís og Ingvi höfðu ekki skýrar hugmyndir um útlit hússins í byrjun, fyrir utan að þau vildu að húsið yrði áberandi kennileiti eins og Herkastalinn var í miðbænum. Hið sérstaka form hússins grípur strax augað. Hans-Olav Andersen og Sigríður Magnúsdóttir hjá Teiknistofunni Tröð hönnuðu húsið.  

Það fer ekki framhjá neinum sem ekur eftir Miklubraut að við Sogamýri er nýtt kennileiti að taka á sig mynd; eldrautt og marghyrnt hús sem verður nýtt húsnæði Hjálpræðishersins. Teiknistofan Tröð hannar húsið.
Saga Hjálpræðishersins spannar 125 ár. Lengst af var Reykjavíkurdeildin til húsa í Herkastalanum, sögufrægu húsi við Kirkjustræti, sem hýsti meðal annars gistiskýli fyrir fólk sem átti ekki í önnur hús að venda. Fyrir fjórum árum seldi Hjálpræðisherinn Kastalann og keypti lóð í Sogamýri fyrir nýjar höfuðstöðvar.
 Mynd: RÚV
Hans-Olav Andersen og Sigríður Magnúsdóttir.

„Við sýndum þeim fullt af tillögum en það voru nokkrar skissur sem fönguðu strax athygli,“ segir Hans-Olav.  „Það sem er sérstakt við þetta hús er að hingað koma svo margir mismunandi hópar og það er margs konar starfsemi. Það geta verið veislur, brúðkaup gleði og tónleikar en hingað kemur líka fólk sem er alveg niðurbrotið. Það þarf að búa til rými og form fyrir fólk í allskonar aðstæðum; þar sem allir geta fundið sinn krók eða svæði til að vera á.“ 

„Svo var það líka ósk þeirra um að húsið yrði áberandi þannig að allir viti hvar Hjálpræðisherinn sé til húsa.“ bætir Sigríður við. „Þetta var ein leið til að koma til móts við það.“ 

Hjördísi og Ingva fannst spennandi hvernig hið marghyrnda form myndaði heild milli annars vegar hjúkrunarheimilsins Markarinnar, sem er ferköntuð bygging, og fyrirhugaðrar mosku sem á að rísa við hliðina og verður með kúptu formi. 

„Fyrir mig persónulega er þetta táknrænt,“ segir Ingvi. Þegar ég horfi á húsið sé ég fjöll, sem er biblíulegt fyrir mig. Ég horfi á fjöllin og hvaðan kemur hjálpin? Hún kemur frá guði.“

Það fer ekki framhjá neinum sem ekur eftir Miklubraut að við Sogamýri er nýtt kennileiti að taka á sig mynd; eldrautt og marghyrnt hús sem verður nýtt húsnæði Hjálpræðishersins. Teiknistofan Tröð hannar húsið.
Saga Hjálpræðishersins spannar 125 ár. Lengst af var Reykjavíkurdeildin til húsa í Herkastalanum, sögufrægu húsi við Kirkjustræti, sem hýsti meðal annars gistiskýli fyrir fólk sem átti ekki í önnur hús að venda. Fyrir fjórum árum seldi Hjálpræðisherinn Kastalann og keypti lóð í Sogamýri fyrir nýjar höfuðstöðvar.
 Mynd: RÚV

Fjallað var um nýjar höfuðstöðvar Hjálpræðishersins í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan. 

Tengdar fréttir

Innlent

Sumarsamvera til að rjúfa einangrun

Innlent

Hælisleitendur dvelja í Herkastalanum

Trúarbrögð

Hjálpræðisherinn vill lóð við hlið mosku