Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Bróðir sprengjumannsins í Manchester fær minnst 55 ár

epa05982715 Members of the police stand behind a cordoned off area near the Manchester Arena in Manchester, Britain, 23 May 2017. According to a statement released by the Greater Manchester Police on 23 May 2017, police responded to reports of an
 Mynd: EPA
Hashem Abedi, bróðir mannsins sem gerði sjálfsmorðssprengjuárás á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester 22. maí 2017, hefur verið dæmdur til 55 ára fangelsisvistar hið minnsta.

Sprengjansprakk þegar tónleikum Ariönu á leikvanginum Manchester Arena var nýlokið. Hún varð 22 að bana og særði hundruð. Margir tónleikagesta voru börn og unglingar. Tilræðismaðurinn, Salman Abedi, var 22 ára Breti af líbönskum uppruna.

Hashem Abedi, sem nú er 23 ára, var í mars sakfelldur fyrir morð, morðtilraunir og samsæri. Hann er talinn hafa hjálpað bróður sínum að skipuleggja og kaupa það sem þurfti til ódæðisins.

Dómarinn sagði að bræðurnir bæru jafna sök í undirbúningi og framkvæmd ódæðisins sem hann sagði eitt það versta á breskri grund. Vegna ungs aldurs Abedis var hann ekki dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Hann hefur setið í varðhaldi á fjórða ár sem dregst frá fangavistinni. Dómarinn segir ólíklegt að Abedi verði nokkurn tíma látinn laus. Hashem Abedi var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í morgun og ekki heldur sakfellinguna í mars.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV