Flóra útgáfa hefur verið gefið út á þriggja mánaða fresti og tölublöðin orðin sjö. Það nýjasta er helgað Druslugöngunni, sem er árleg mótmælaganga sem hefur það að markmiði að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og að skila skömminni til gerenda kynferðisofbeldis. Eins og flest annað var gangan blásin af í ár vegna samkomutakmarkana en þá tók Flóra við keflinu og sá til þess að vakin væri athygli á markmiðum göngunnar með því að birta fjölbreyttar greinar um málefni sem tengjast henni. Greinarnar eru skrifaðar af einstaklingum sem tilheyra ólíkum jaðarhópum samfélagsins og segja þeir frá upplifun sinni. „Við báðum svo fólk að ganga gönguna á netinu með því að deila greinunum,“ segir Elinóra.