Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Valdatog stórvelda hverfist í gegnum Minsk

19.08.2020 - 19:50
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. - Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Leiðtogar allra Evrópusambandsríkja lýsa yfir fullum stuðningi við mótmælendur í Hvíta-Rússlandi og viðurkenna ekki niðurstöður forsetakosninganna þann níunda ágúst. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir augljóst að Rússar eigi eftir að bregðast við þróuninni og hafi þegar gert það með yfirlýsingum.

Evrópusambandið hefur litið á sig sem verndara þeirra gilda er varða frjálslyndi, mannréttindi og lýðræði og með aðgerðum sínum eru aðildarríkin að stíga mjög fast inní og segja að framferði Lukasjenko forseta sé óboðlegt, að mati Eiríks. Hvítrússnesk stjórnvöld hafi þegið umtalsverða styrki frá Evrópusambandinu en að með þvingunaraðgerðum ESB sé stigið lengra en að hætta fjárhagsstuðningi. „Það er farið í viðtækar refsiaðgerðir, markvisst farið eftir fólki nálægt honum og þetta er auðvitað stigmögnun deilunnar því þetta kallar fram andsvör, líka frá Rússlandi. Nú er málið ekki lengur bara innanlandsdeila í Hvíta-Rússlandi, heldur orðið heimspólitískt mál og valdatog stórvelda hverfist nú í gegnum Minsk,“ segir hann. 

Hvíta-Rússland litli bróðir Rússlands

Aðeins örfá ríki, þar á meðal Rússland og Kína, hafa opinberlega viðurkennt úrslit kosninganna. Stjórnvöld í Rússlandi hafa rétt Lúkasjenkó hjálparhönd, meðal annars í formi hernaðaraðstoðar. Eiríkur segir augljóst að Rússar eigi eftir að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp. Það hafi þeir þegar gert með afgerandi yfirlýsingum. „Þeir eiga samt óhægt um vik að stíga inn með mjög beinum hætti. Þeir líta klárt og kvitt á Hvíta-Rússland sem ríki inni á sínu áhrifasvæði, að þetta sé ríki í þeirra bakgarði og þannig lagað heyri hálfpartinn undir þeirra áhrifavald í heiminum sem fyrrum Sovétlýðveldi og ekki aðeins það heldur í nánu ríkjabandalagi við Rússland, nánast svona eins og litli bróðir að einhverju leyti. Þeir vilja alls ekki að stjórnarandstaðan nái þarna völdum og snúi landinu til vesturs.“ Að því leyti svipi málinu til Úkraínu-deilunnar að einhverju leyti. „Þetta er svona samsvarandi heimsvaldatog þar og Rússarnir munu koma inn með einhverjum hætti.“

epa08613120 Belarusians attend a protest against police brutality and the presidential election results in front of the Interior Ministry building in Minsk, Belarus, 19 August 2020. The Belarusian opposition has called for a general strike from 17 August, a day after tens of thousands of demonstrators gathered in the capital Minsk in peaceful protest. Long-time president Lukashenko, in a defiant speech on 16 August, rejected calls to step down amid mounting pressure after unrest erupted in the country over alleged poll-rigging and police violence at protests following election results claiming that he had won a landslide victory in the 09 August elections. Opposition leader Tikhanovskaya fled to Lithuania after rejecting the election result she claimed was rigged.  EPA-EFE/YAUHEN YERCHAK
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Guðlaugur Þór segir kosningarnar meingallaðar

Eftir fund leiðtoga ESB í dag var einnig tilkynnt um 53 milljóna evra styrk til almennings í Hvíta-Rússlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að það leiki enginn vafi á því að kosningarnar í Hvíta-Rússlandi hafi verið meingallaðar ekki uppfyllt að neinu leyti alþjóðlegar kröfur til kosningahalds. „Þegar kemur að þessum málum þá verðum við að hafa samráð við utanríkismálanefnd og við fylgjumst grannt með málinu og afstaða okkar er alveg skýr,“ segir ráðherrann.

epa08613076 Former Belarusian border guards hold placards that read 'Border guards with people!' during their protest against police brutality and the presidential election results in front of the Interior Ministry building in Minsk, Belarus, 19 August 2020. The Belarusian opposition has called for a general strike from 17 August, a day after tens of thousands of demonstrators gathered in the capital Minsk in peaceful protest. Long-time president Lukashenko, in a defiant speech on 16 August, rejected calls to step down amid mounting pressure after unrest erupted in the country over alleged poll-rigging and police violence at protests following election results claiming that he had won a landslide victory in the 09 August elections. Opposition leader Tikhanovskaya fled to Lithuania after rejecting the election result she claimed was rigged.  EPA-EFE/YAUHEN YERCHAK
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Guðlaugur Þór segir íslensk stjórnvöld einnig hafa mótmælt viðbrögðum við mótmælunum, sem hafa nú geisað í tíu daga samfleytt. Öryggissveitir og lögregla hafa beitt mótmælendur ofbeldi og margir lýsa pyntingum af hálfu þeirra. Nú er staðfest að þrír eru látnir í mótmælunum eftir að 34 ára karlmaður lést af sárum sínum á spítala í morgun.