Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Laxadauði eftir aurflóð í Hvítá

19.08.2020 - 22:32
Innlent · Borgarbyggð · Hvítá · lax
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RUV
Vatns- og aurflóðið sem varð í Hvítá í Borgarfirði seinni partinn á mánudag hafði töluverð áhrif á lífríki árinnar. Dauðan lax má nú finna hálfgrafinn í aurnum á bökkum árinnar neðan við Barnafoss og Hraunfossa.

Skessuhornið greinir frá laxadauðanum og segir vargfugl þegar vera sestan að veisluborði.

Flóðið var það mesta sem vitað er til að orðið hafi í ánni að sumri til og fór rennsli í ánni úr 90 rúmmetrum á sekúndu í 260 rúmmetra á nokkrum klukkustundum. Það náði hámarki á aðfararnótt þriðjudags og má þá reikna með að um ein milljón rúmmetra af leirblönduðu vatni hafi runnið um ána við rennslismælinn hjá Kljáfossi.

Til samanburðar má geta þess að ríflega 20.000 rúmmetrar af aur olli dauða bæði hrogna og seiða í Andakílsá er aurnum var veitt var úr miðlunarlóni Andakílsvirkjunnar fyrir þremur árum.