Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hyggjast skima á Heathrow flugvelli

19.08.2020 - 10:16
epa08472597 Social distancing signage at Heathrow Airport, London Britain, 08 June 2020. The British government has introduced new quarantine rules for travellers arriving from overseas. Those arriving into the UK must provide details of where they are staying and must stay home self isolating for 14 days.  EPA-EFE/WILL OLIVER
 Mynd: epa
Skimunarstöð hefur verið sett upp á Heathrow flugvelli í London fyrir farþega frá löndum sem eru ekki á lista breskra stjórnvalda yfir örugg lönd. Tilgangurinn er að fækka þeim sem fara í 14 daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta tilkynnti Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra Bretlands í morgun. Ísland er á lista yfir örugg lönd og ferðamenn héðan þurfa því ekki að fara í slíka skimun.

Þessi áform eru liður í fjölgun skimana á vegum breskra heilbrigðisyfirvalda og áætlað er að skima að minnsta kosti 13.000 farþega daglega á flugvellinum og greiðir hver þeirra 150 pund, um 27.000 krónur. Farþegarbóka skimun fyrirfram og niðurstöður eiga að berast þeim innan sjö tíma

Þeim, sem fá neikvæða niðurstöðu út úr skimuninni, er gert að vera í sóttkví í 5-8 daga, samkvæmt frétt Sky News. 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir