Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Hvernig eru aðgerðirnar hér miðað við önnur ríki?

19.08.2020 - 11:32
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Frá og með deginum í dag verða allir komufarþegar, bæði þeir sem búsettir eru hér á landi og þeir sem eru í styttri erindagjörðum, skimaðir við komuna til Íslands og svo aftur að fjögurra til fimm daga sóttkví liðinni. Eftirlitið á landamærum Íslands er með því strangara sem gerist í Evrópu.

Ekki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun stjórnvalda. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt aðgerðirnar.

„Landinu lokað. Kröfur um tvöfalda skimun og sóttkví á milli er jú eiginleg lokun. Ísland verður því líkast til á meðal allra lokuðustu landa í Vestur-Evrópu. Sjálfum þykir mér áhugaverðast hversu umræðulítið er hægt að víkja frá almennum mannréttindum á borð við ferðafrelsi,“ sagði Eiríkur í færslu á Facebook á föstudag

Áður en nýju reglurnar voru kynntar höfðu aðrir gagnrýnt „opin“ landamæri, svo sem hagfræðingarnir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Gylfi Zoëga. Tinna hefur fullyrt að skimunargjald ferðamanna stæði ekki undir þeim kostnaði sem koma hvers ferðamanns inn í landið hefur í för með sér. Þá sagði Gylfi að opnun landamæra hefði stefnt bæði almannagæðum og efnahag hér á landi í hættu.

Í tilefni reglnanna hefur fréttastofa gert úttekt á aðgerðum á landamærum nokkurra annarra ríkja Evrópu, auk Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Japans. 

Myndritin í fréttinni uppfærast sjálfkrafa en upplýsingar um sóttvarnaaðgerðir miðast við 19. ágúst 2020. 

Noregur

Mynd með færslu
 Mynd: Colin Moldenhauer - Unsplash

Hverjir mega ferðast til Noregs? Engar takmarkanir eru í gildi fyrir ferðalanga sem koma frá Evrópulöndum sem norsk stjórnvöld skilgreina ekki sem hááhættusvæði. Þeir sem koma frá hááhættusvæðum þurfa hins vegar að fara í tíu daga sóttkví eftir komuna til landsins. Það sama gildir um þá sem koma frá ríkjum utan Schengen/EES. 

Stjórnvöld skilgreina hááhættusvæði sem ríki þar sem ný smit á tveimur vikum eru fleiri en tuttugu á hverja hundrað þúsund íbúa. Auk þess þurfa færri en fimm prósent af sýnum að meðaltali að hafa reynst jákvæð á síðustu tveimur vikum. Listi Norðmanna yfir áhættusvæði er í stöðugri endurskoðun en Íslandi var bætt á hann í síðustu viku. 

Mynd með færslu
 Mynd: FHI
Rauð lönd eru hááhættusvæði samkvæmt norskum stjórnvöldum.

Er skimað við landamærin? Nei, ekki enn sem komið er. 

 

Danmörk

Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay

Hverjir mega ferðast til Danmerkur? Þeir sem koma frá öruggum ríkjum, það er að segja aðildarríkjum ESB, Sviss, Íslandi, Liechtenstein, Stóra-Bretlandi, Mónakó, Vatíkaninu eða San Marínó er heimilt að fara til Danmerkur. Hin svokallaða sex nátta regla, sem í felst að komufarþegar þurfi að hafa bókað gistingu í minnst sex nætur, hefur verið felld úr gildi. Danir skilgreina Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Nýja-Sjáland, Suður-Kóreu, Taíland, Túnis og Úrúgvæ einnig sem örugg lönd.

Þeir sem koma frá Noregi og nokkrum nágrannasvæðum Danmerkur í Svíþjóð og Þýskalandi geta farið til Danmerkur án nokkurra takmarkana. 

Komufarþegar frá löndum Evrópu sem skilgreind eru sem áhættusvæði (Lúxemborg, Búlgaríu, Rúmeníu, Spáni, Andorra, Belgíu og Möltu) er aðeins heimilt að koma í „verðugum tilgangi“. Ferðamennska í afþreyingarskyni fellur ekki þar undir.  

Ferðalöngum sem sem hafa sjúkdómseinkenni sem tengjast COVID-19 veirunni, svo sem þurran hósta og sótthita, er óheimilt að koma inn í landið. 

Komufarþegum frá ríkjum sem eru á lista utanríkisráðuneytisins um lönd sem ekki er mælt með að ferðast til vegna hættu á kórónuveirusmiti, er ráðlagt að fara í 14 daga sóttkví eftir komuna í Danmörku. Þetta á einnig við um danska ríkisborgara.

Er skimað við landamærin? Komufarþegum frá svæðum þar sem nýgengi smita er hærra en 50 á hverja 100 þúsund íbúa er ráðlagt að fara í skimun við komuna til Danmerkur. 

 

Þýskaland

epa05351348 The glass dome of the German parliament Bundestag building is seen near the river Spree in Berlin, Germany, 08 June 2016.  EPA/RAINER JENSEN
 Mynd: EPA - DPA

Hverjir mega ferðast til Þýskalands? Farþegar sem koma frá löndum sem ekki eru skilgreind sem áhættusvæði geta komið inn í landið án takmarkana. Öll ríki ESB og EES fyrir utan Antwerpen-hérað í Belgíu, nokkur svæði í Búlgaríu og Rúmeníu, Lúxemborg og Spán, eru skilgreind sem örugg lönd. 

Þeir sem koma frá svæðum sem skilgreind eru sem áhættusvæði þurfa að fara í skimun og gætu þurft að fara í sóttkví (reglur um sóttkví eru ólíkar eftir landsvæðum í Þýskalandi). Fjölmörg ríki heims eru skilgreind sem áhættusvæði, til að mynda Bandaríkin, Indland, Tyrkland og Suður-Afríka. 

Þeir sem koma frá áhættusvæðum eiga ekki að ferðast til Þýskalands nema brýn nauðsyn krefji.

Er skimað við landamærin? Já, komufarþegar frá áhættusvæðum hafa þurft að fara í skimun frá því 8. ágúst. Farþegar frá þessum svæðum mega ekki koma til landsins sem ferðamenn. 

 

Svíþjóð

epa03642691 A general view of buildings opposite the Malmo central train station in downtown Malmo, Sweden, 13 March 2013.  EPA/MAURITZ ANTIN
Götumynd frá Malmö. Mynd: EPA

Hverjir mega ferðast til Svíþjóðar? Komufarþegum frá Evrópusambandsríkjum, auk Noregs, Íslands, Sviss og Liechtenstein er heimilt að ferðast til Svíþjóðar án takmarkana. Þeir sem koma frá ríkjum utan ESB og EES er ekki heimilt að koma til Svíþjóðar að nauðsynjalausu. Þetta gildir þó ekki um sænska ríkisborgara og þá sem koma frá Ástralíu, Georgíu, Japan, Kanada, Nýja-Sjálandi, Rwanda, Suður-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúgvæ. 

Er skimað við landamærin? Nei, enginn er skimaður við landamærin. Farþegum er heldur ekki gert að fara í sóttkví við komuna til landsins. 

 

Stóra-Bretland

epa05927399 Black taxis pictured in Oxford Street in London, Britain, 25 April 2017. Under proposals put forward during a consultation on reducing pollution in Oxford Street and the surrounding areas, it has been suggested that black Taxi cabs could be
Á myndinni má sjá eldri gerðina af leigubíl í London sem gengur fyrir dísilolíu. Þeir nýju eru svipaðir í útliti. Mynd: EPA Images

Hverjir mega ferðast til Bretlands? Landamæri Bretlands eru opin en komufarþegar frá flestum ríkjum heims þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví. Fimmtíu ríki eru undanskilin sóttkví í Englandi, Wales og Norður-Írlandi. Ísland er þeirra á meðal. Skotland hefur gefið út sinn eigin lista yfir ríki þaðan sem komufarþegar eru undanskildir sóttkví. 

Tveggja vikna sóttkví við komu gildir einnig um breska ríkisborgara og þá sem dvelja þar að staðaldri. 

Er skimað við landamærin? Nei, en til stendur að skima á Heathrow-flugvelli.

 

Frakkland

epa08292925 A person wearing protective face mask passes by the Louvre Museum in Paris, France, 13 March 2020. France will ban all gatherings of more than 100 people due to the coronavirus pandemic, French Prime Minister Philippe announced on 13 March 2020. President Macron announced the closing of schools, high schools and nurseries from 16 March 2020 on. Over 2,870 cases of COVID-19 infections and 61 deaths have been confirmed so far in France, reports state.  EPA-EFE/YOAN VALAT
 Mynd: EPA

Hverjir mega ferðast til Frakklands? Þeir sem koma frá aðildarríkjum ESB/EES auk Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Marokkó, Nýja-Sjálandi, Rwanda, Suður-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúgvæ er heimilt að koma inn í landið án takmarkana.

Farþegar sem koma frá öðrum löndum en þeim sem skilgreind eru sem örugg eru hvattir til þess að framvísa vottorði um neikvætt COVID-próf. Ef þeir geta það ekki, fara þeir í 14 daga sóttkví eða í undantekningartilfellum í skimun.

Franskir ríkisborgarar geta komið til landsins án takmarkana. Þeir þurfa hins vegar að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir finni ekki fyrir sjúkdómseinkennum sem eru dæmigerð fyrir COVID-sýkingu. 

Þeir sem eru með einkenni þegar þeir koma til landsins þurfa að fara í 14 daga sóttkví, óháð hvaðan þeir koma. 

Er skimað við landamærin? Að litlu leyti.

 

Spánn

epa08605425 People enjoy the weekend at La Malvarrosa beach in Valencia, eastern Spain, 15 August 2020. Valencia registered a minimum temperature of 13 degrees early 15 August, the lowest during the summer.  EPA-EFE/KAI FOERSTERLING
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Hverjir mega ferðast til Spánar? Engar takmarkanir eru í gildi fyrir þá sem koma frá löndum sem teljast örugg að mati spænskra yfirvalda. Þetta eru öll aðildarríki ESB auk Evrópulandanna Noregs, Íslands, Liechtenstein, Stóra-Bretlands, Andorra, Mónakó, Vatíkansins og San Marínó.

Auk þess eru nokkur ríki utan ESB/EES sem eru talin örugg. Þetta eru Ástralía, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Georgía, Írland, Japan, Nýja-Sjáland, Rwanda, Suður-Kórea, Taíland, Túnis og Úrúgvæ. 

Þeir sem ferðast frá ríkjum sem ekki eru talin örugg mega ekki koma inn í landið nema í undantekningartilfellum. 

Er skimað við landamærin? Nei.

 

Ítalía

epaselect epa08281082 A tourist wearing a mask sits at the tables of a restaurant in front of the Colosseum, in Rome, Italy, 09 March 2020. Italy reported 133 more deaths with the coronavirus on 08 March bringing the total causalities at 366, emergency commissioner and civil protection chief Angelo Boorelli said. Some 6,387 people are now infected with the virus across Italy, he added.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MEO
 Mynd: EPA - RÚV

Hverjir mega ferðast til Ítalíu? Engar takmarkanir eru í gildi fyrir farþega sem koma frá öruggum löndum. Örugg lönd, að mati Ítala, eru öll ríki ESB nema Búlgaría og Rúmenía. Þeir sem koma í gegnum Króatíu, Grikkland, Möltu eða Spán þurfa að sýna fram á vottorð með neikvæðum niðurstöðum sýnatöku. Niðurstaðan má ekki vera eldri en þriggja sólarhringa gömul. 

Engar takmarkanir gilda fyrir komufarþega frá Noregi, Sviss, Íslandi, Liechtenstein, Stóra-Bretlandi, Andorra, Mónakó, Vatíkaninu og San Marínó. Ástralía, Kanada, Georgía, Japan, Nýja-Sjáland, Marokkó, Rwanda, Suður-Kórea, Taíland, Túnis og Úrúgvæ teljast einnig örugg. 

Farþegar utan ofangreindra ríkja mega ekki koma til Ítalíu nema ef brýn nauðsyn sé fyrir hendi. Þeir þurfa að fara í 14 daga sóttkví eftir komuna til landsins.

Er skimað við landamærin? Nei. 

 

Pólland

Mynd með færslu
 Mynd: Thomas Frick - Pixabay

Hverjir mega ferðast til Póllands? Þeir sem ferðast frá ríkjum sem teljast örugg að mati pólskra yfirvalda geta komið inn í landið án takmarkana.  Um er að ræða komufarþega frá öllum aðildarríkjum ESB auk Noregs, Sviss, Íslands, Liechtenstein, Stóra-Bretlands, Andorra, Mónakó, Vatíkansins og San Marínó. Kanada, Georgía, Japan, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Taíland, Túnis og Ástralía eru einnig talin örugg lönd. 

Þeir sem koma annars staðar frá mega ekki koma inn í landið nema í undantekningartilfellum. Þeim sem er heimilað að koma til landsins vegna sérstakra ástæðna þurfa að fara í 14 daga sóttkví. 

Er skimað við landamærin? Nei. 

 

Nýja-Sjáland

Auckland
 Mynd: DXR/WikiCommons

Hverjir mega ferðast til Nýja-Sjálands? Landamæri Nýja-Sjálands eru svo til lokuð. Nýsjálenskir ríkisborgarar og þeir sem eru með dvalarleyfi þar í landi mega koma til landsins. Í algjörum undantekningartilfellum er öðrum heimilt að fara inn fyrir landamærin. 

Er skimað við landamærin? Allir sem koma til landsins þurfa að vera í sóttkví í 14 daga í sérstöku sóttvarnahúsi sem yfirvöld hafa umsjón með. Nauðsynlegt er að fá neikvæðar niðurstöður úr sýnatöku til þess að losna úr sóttkví. 

 

Japan

A public screen shows Japanese Prime Minister Shinzo Abe speaking at a press conference Monday, May 25, 2020, in Tokyo. Abe lifted a coronavirus state of emergency in Tokyo and four other remaining areas on Monday, ending the restrictions nationwide as businesses begin to reopen. (AP Photo/Eugene Hoshiko)
 Mynd: AP

Hverjir mega ferðast til Japans? Ferðalangar frá öruggum löndum mega koma til Japans. Flest ríki heims eru þó skilgreind sem óörugg ríki af japönskum stjórnvöldum, þar á meðal öll ríki Evrópu og Norður-Ameríku. Ekki má koma til Japans frá óöruggum löndum nema í undantekningartilfellum. Allir sem koma til landsins þurfa að fara í 14 daga sóttkví í sérstöku sóttvarnahúsi.

Er skimað við landamærin? Allir sem koma frá óöruggum löndum eða hafa verið þar á undanförnum 14 dögum þurfa að fara í skimun. Þeir þurfa að hlíta einhverjum takmörkunum næstu daga jafnvel þótt sýnið sé neikvætt. 

 

Bandaríkin

In this Feb. 11, 2020 photo, the Grand Princess cruise ship passes the Golden Gate Bridge as it arrives from Hawaii in San Francisco. California's first coronavirus fatality is an elderly patient who apparently contracted the illness on a cruise, authorities said Wednesday, March 4, and a medical screener at Los Angeles International Airport is one of six new confirmed cases. The cruise ship is at sea but is expected to skip its next port and return to San Francisco by Thursday, according to a statement from Dr. Grant Tarling, the chief medical officer for the Carnival Corp., which operates the Grand Princess. Any current passengers who were also on the February trip will be screened. (Scott Strazzante/San Francisco Chronicle via AP)
Grand Princess á siglingu í San Francisco-flóa 11. febrúar. Golden Gate brúin í baksýn.  Mynd: AP

Hverjir geta ferðast til Bandaríkjanna? Erlendir komufarþegar sem hafa verið í Kína, Íran, Schengen-svæðinu, Stóra-Bretlandi, Írlandi eða Brasilíu síðastliðna 14 daga er ekki heimilt að koma inn í landið. Bandarískum ríkisborgurum, einstaklingum með dvalarleyfi þar í landi og fjölskyldumeðlimir Bandaríkjamanna geta komið inn í landið þrátt fyrir að hafa dvalið á ofangreindum svæðum. Þeir þurfa hins vegar að fara í gegnum valda flugvelli í Bandaríkjunum. 

Mælt er með að allir sem koma til Bandaríkjanna haldi sig heima í 14 daga eftir komuna til landsins. 

Er skimað við landamærin? Nei.

 

Belgía

epa08350733 A man walks in Gallerie Saint Hubert where are a lot of chocolate shop are located near Grand place in Brussels city center, Belgium, 08 April 2020. In order to contain the spread of coronavirus, Belgium is implementing confinement guidelines for the public which is scheduled to be in place until 19 April 2020. As Belgium's borders are now close to foreigners and tourists, all shops around Grand place are now close. Chocolate shops  usually gain 30 percent of their annual sale during easter vacation, these shops are now closed and the owners are trying to deal with the massive stock of Easter rabbits and chocolate eggs that will not go to market. Thousands of Workers are directly impacted by lockdown and lot of shops will not survive the economic crisis to follow.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET
Fámennt er í miðborg Brussel þessar vikurnar vegna kórónuveirunnar. Mynd: EPA-EFE - EPA

Hverjir geta ferðast til Belgíu? Farþegum frá ríkjum ESB auk Noregs, Sviss, Íslands, Liechtenstein og Stóra-Bretlands er alla jafna heimilt að koma inn í landið. 

Belgía litaflokkar ríki eftir alvarleika ástands vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir sem koma frá „rauðum“ löndum verða að fara í skimun og 14 daga sóttkví. Farþegum frá „appelsínugulum“ löndum er ráðlagt að fara í skimun og sóttkví. Farþegar sem koma frá áhættusvæðum mega ekki koma inn í landið nema brýn nauðsyn sé fyrir hendi. 

Er skimað við landamærin? Nei

 

Sviss

epa01879645 Hikers enjoy the view at the Wildsee lake with Pizol glacier in back near Wangs, Switzerland, 29 September 2009. Hiking is a popular way among tourists of getting to know the Swiss mountains.  EPA/ENNIO LEANZA
Göngufólk á ferð ofan við Wildsee í svissnesku ölpunum. Pizol-jökullinn í bakgrunni, vinstra megin á myndinni, sem tekin var sumarið 2009. Jökullinn hefur hopað mikið á þeim tíu árum sem liðin eru síðan. Mynd: epa

Hverjir geta ferðast til Sviss? Þeir sem ferðast frá svæðum sem svissnesk yfirvöld skilgreina sem hááhættusvæði, eða hafa heimsótt slík svæði síðustu tvær vikurnar, þurfa að fara í tíu daga sóttkví. Listinn er uppfærður reglulega.

Er skimað við landamærin? Nei