Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hertar sóttvarnareglur taka gildi - brottförum aflýst

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Icelandair hefur aflýst fjórum brottförum sem fyrirhugaðar voru í dag, þar af er morgunflug til Kaupmannahafnar en danska utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilmæli í gærkvöld, þar sem dönskum ríkisborgurum er ráðið frá öllum ónauðsynlegum ferðum til Íslands vegna hertra sóttvarnareglna sem gengu í gildi á miðnætti.

Af öðrum ferðum sem aflýst hefur verið eru brottfarir til Parísar, Brussel og London, allar snemma morguns. Tvær ferðir eru á áætlun til Kaupmannahafnar, önnur með Icelandair og hin með SAS.

Alls eru fyrirhugaðar 16 brottfarir frá Keflavíkurflugvelli í dag, þar af sjö á vegum Icelandair.