Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Engar eignir upp í 36 milljarða gjaldþrot 2009

19.08.2020 - 09:28
Iceland Express
Flugvél Iceland Express. Flugfélagið var meðal eigna Northern Travel Holding. Mynd: Wikimedia Commons - Ljósmynd
Engar eignir fundust í þrotabúi ferðasamsteypunnar Northern Travel Holding en tæplega 36 milljarða kröfum var lýst í þrotabúið. Félagið sem var í eigu Sunds, FL Group og Fons, sem var félag í eigu Pálma Haraldssonar, var stofnað 2006 og varð gjaldþrota árið 2009. Auglýsing þessa efnis var birt í Lögbirtingablaðinu í gær, tæpum fjórum árum eftir að skiptum lauk í búið.

Skiptum í búið lauk 21. október 2016. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 35,8 milljörðum króna.

Ferðasamsteypan Northern Travel Holding samanstóð af flugfélögunum Sterling, Iceland Express og breska leiguflugfélaginu Astraeus, sænsku ferðaskrifstofunni Ticket og dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Rejser.

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir