Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ekkert Norðurlandaráðsþing í ár

19.08.2020 - 14:03
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekki af þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í október eins og ráðgert hafði verið. Þetta ákvað forsætisnefnd ráðsins á fundi sínum í morgun. Í stað þess verða haldnir fjarfundir til að sinna hinu pólitíska starfi.

Þing Norðurlandaráðs er yfirleitt haldið í 44. viku í því norræna landi sem fer með formennsku það árið. Nú fer Ísland með formennskuna og því stóð til að halda þingið í Reykjavík í haust. 

Verðlaun Norðurlandaráðs; bókmennta-, barna- og unglingabókmennta-, kvikmynda-, tónlistar- og umhverfisverðlaunin, eru öllu jafna afhent í tengslum við þingið. Á vefsíðu ráðsins er haft eftir Silju Dögg Gunnarsdóttur, forseta Norðurlandaráðs, að verðlaunaafhending fari fram í ár þó að ekki verði af þinginu.

 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir