Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Uppreisn hermanna í Malí

18.08.2020 - 18:03
epa03550331 A photograph made available by the French Army Communications Audiovisual office (ECPAD) on 22 January 2013 shows a Malian soldier taking part in operation Serval to push back the Islamist rebels, Diabali, Mali, 19 January 2013. Malian troops
Nokkuð róstusamt hefur verið í Malí síðustu misseri og vígamenn gert nokkrar mannskæðar árásir á ári hverju.  Mynd: EPA
Uppreisnarhermenn í Vestur-Afríkuríkinu Malí segjast hafa Ibrahim Keita forseta og Boubou Cisse forsætisráðherra í haldi.

Að sögn ónefnds talsmanns uppreisnarmannanna voru þeir teknir höndum á heimili forsetans í höfuðborginni Bamako.

Mikil upplausn hefur verið í Malí en í fyrr dag bárust fréttir af því að hermenn hefðu gert uppreisn í herstöð í borginni Kati skammt frá höfuðborginni.

Cisse forsætisráðherra kallaði eftir friðsamlegum viðræðum við hermennina. Hann er sagður hafa viðurkennt að gremja þeirra væri skiljanleg.

Herforingi, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að verið sé að flytja Keita forseta og Cisse forsætisráðherra til Kati.

Emmanuel Macron ræddi í dag við þjóðarleiðtoga í Vestur-Afríku um atburðarásina í Malí, þar á meðal Keita forseta. Macron fordæmdi uppreisnartilraunir hermannanna harðlega og hvatti til að fundin yrði leið til málamiðlunar.