Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Málamiðlun líklegust í Hvíta-Rússlandi

18.08.2020 - 10:08
Fjölmenn mótmæli hafa nú staðið yfir í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús, frá því að kjörstjórn í landinu tilkynnti að Alexander Lúkasjenko hefði verið endurkjörinn forseti með yfir 80 prósentum atkvæða fyrir einni viku. Mótmælin hafa farið stigvaxandi og þeim hefur verið mætt með mikilli hörku af lögreglu og öryggissveitum.

Hröð atburðarás

Jón Ólafsson heimspekiprófessor við Háskóla Íslands hefur lengi fylgst með málum þar eystra. Hann segir í viðtali við Spegilinn atburðarásina undanfarna daga hafa verið hraða og erfitt að segja fyrir um hver þróunin verði á næstunni. Hvíta Rússland hefur nokkra sérstöðu meðal nágrannalýðvelda sinna sem áður voru innan Sovétríkjanna og pólitísk þróun varð þar með allt öðrum hætti en t.a.m. í Eystrasaltsríkjunum eftir fall Sovétríkjanna árið 1990.  Viðtalið má heyra hér.