
Dómur kveðinn upp í dag vegna morðsins á Hariri
Rafic Hariri var forsætisráðherra Líbanons frá árinu 2000 fram í október 2004. Í upphafi voru fimm ákærðir vegna málsins en Mustafa Badreddine sem álitinn er hugmyndafræðingur árásarinnar er talinn hafa fallið í bardaga nærri Damaskus árið 2016.
Óttast að óeirðir brjótist út í Líbanon
Sérstakur dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna með aðsetur í Haag í Hollandi hefur fjallað um málið um ellefu ára skeið. Hinir ákærðu eru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna en Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah hefur alltaf neitað að framselja þá.
Meðal ákæruliða er morð af yfirlögðu ráði og samsæri um að fremja hryðjuverk. Dómskúrskurði var frestað þar í dag vegna sprengingarinnar miklu í Beirút 4. ágúst síðastliðinn. Óttast er að óeirðir brjótist út í Líbanon þegar dómur verður kveðinn upp, hver sem niðurstaðan verður.
„Árásin var pólítísk og ætlað að skapa ógn og skelfingu meðal Líbana, vel skipulögð og útfærð,“ segir David Re dómari í málinu. Saksóknarar hafa safnað miklum sönnunum gegn hinum ákærðu sem standa frammi fyrir lífstíðardómi verði þeir fundnir sekir. Nasrallah segir að Hezbollah muni virða niðurstöðu dómsins að vettugi.