Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ástralir tryggja sér bóluefni sem gefa á öllum

epa07378076 Australian Prime Minister Scott Morrison arrives to make a statement on cyber security in the House of Representatives at Parliament House in Canberra, Australia, 18 February 2019. According to media reports, Morrison stated that Australian intelligence agencies believe that a foreign government carried out a cyber-attack on Parliament House's computer servers on 08 February. There is no evidence of electoral interference as a result of the attack.  EPA-EFE/MICK TSIKAS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu. Mynd: EPA-EFE - AAP
Ástralir hafa tryggt sér aðgang að nýju bóluefni gegn kórónuveirunni sem sagt er lofa góðu. Scott Morrison forsætisráðherra landsins tilkynnti þetta í dag.

Til stendur að bóluefnið verði framleitt í Ástralíu og gefið öllum íbúum landsins endurgjaldslaust.

Forsætisráðherrann greindi frá því að samkomulag hefði náðst við sænsk-breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca um afhendingu á efninu. Fyrirtækið hefur undanfarið þróað það í samvinnu við Oxford-háskóla.

„Reynist bóluefnið vel munum við framleiða það og gefa öllum Áströlum,” segir Scott Morrison. Ástralir eru 25,6 milljónir. Bóluefni AstraZeneca er eitt af fimm sem eru á þriðja stigi tilrauna og búist við að það verði tilbúið fyrir árslok.