Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Tollstjóri Líbanon handtekinn

epa08606912 Rescue workers search for victims at the of damaged grain silos in Beirut port following a huge explosion rocked the city in Beirut, Lebanon, 16 August 2020. According to Lebanese Health Ministry at least 179 people were killed, and more than 6000 injured 49 missing in the Beirut blast that devastated the port area on 04 August and believed to have been caused by an estimated 2,750 tons of ammonium nitrate stored in a warehouse.  EPA-EFE/WAEL HAMZEH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tollstjóri Líbanon, Badri Daher, hefur verið handtekinn. Fadi Sawan dómari, sem rannsakar sprenginguna miklu í Beirút, fyrirskipaði handtökuna í dag.

Daher hefur verið í haldi í meira en tíu daga en samkvæmt líbönskum lögum má halda fólki og yfirheyra það áður en til formlegrar handtöku kemur.

Langvarandi spillingu í stjórnsýslu landsins og vanrækslu við geymslu ammoníumnítrats hefur verið kennt um hvernig fór. Ástæður varðhalds Dahers voru ekki ljósar í upphafi en Sawan yfirheyrði hann í fjórar klukkustundir áður en hann krafðist handtökunnar.

Þegar er hafinn málatilbúnaður gegn 25 manns vegna atburðarins, nítján þeirra eru þegar í haldi. Meðal þeirra eru Hassan Koraytem hafnarstjóri Beirúthafnar, Shafic Merhi, fyrrverandi tollstjóri og Mohammad Al-Awf yfirmaður öryggismála hafnarinnar.

Líbönsk stjórnvöld hafa hafnað alþjóðlegri rannsókn á orsökum sprengingarinnar sem kallað hefur verið eftir, jafnt af hálfu Vesturveldanna sem heimamanna. Þó komu fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) til landsins um helgina í rannsóknarskyni og að beiðni yfirvalda. Frakkar eru sömuleiðis að rannsaka málið á eigin spýtur.

Neyðarástand hefur verið framlengt í borginni til 18. september næstkomandi en því átti upphaflega að aflétta á næstu dögum.