Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Norska leyniþjónustan handtók meintan njósnara

17.08.2020 - 13:50
epa07455173 Elementary, high school and college students gather in front of the Parliament building in Oslo, Norway, 22 March 2019. The students gathered to rally for political action on climate change and against politicians who they don?t think are doing enough to halt climate change.  EPA-EFE/TOM HANSEN  NORWAY OUT
Þinghúsið í Ósló. Mynd: EPA-EFE - Scanpix
Leyniþjónusta Noregs kveðst hafa handtekið norskan ríkisborgara grunaðan um að hafa lekið leyndarmálum til erlends ríkis.

Ekki hafa nánari upplýsingar verið veittar um hinn grunaða, hvers konar upplýsingum var lekið né hvert þær fóru.

Að sögn fréttastofu NRK er maðurinn á sextugsaldri og af indverskum uppruna. Trond Hugubakken talsmaður leyniþjónustunnar verst allra svara um hvort þær upplýsingar séu réttar.

Maðurinn var handtekinn í Osló á laugardag og í dag tekur dómari ákvörðun um gæsluvarðhald yfir honum. AFP fréttastofan náði ekki sambandi við lögmann hins grunaða þegar eftir því var leitað.

Reynist grunur leyniþjónustunnar á rökum reistur gæti maðurinn átt allt að fimmtán ára fangavist yfir höfði sér.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV