Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Michelin-stað lokað tímabundið í Færeyjum vegna Covid19

Mynd með færslu
 Mynd: COPYRIGHT© 2015 VISIT FAROE ISL
Veitingastaðurinn Koks í Færeyjum verður lokaður næstu tvær vikurnar. Ástæðan er sú að starfsmaður hefur greinst með Covid-19 og næstum allir starfsmenn aðrir þurfa að sæta sóttkví.

Á meðan er því ómögulegt að halda staðnum gangandi. Koks var fyrstur veitingastaða í Færeyjum til að hljóta þá eftirsóttu Michelin stjörnugjöf og þykir blanda fagurlega saman hefðbundinni færeyskri matarmenningu og nýja Norræna eldhúsinu.

Veitingahúsið er vinsælt jafnt meðal heimamanna og ferðamanna og því er yfirmatreiðslumeistarinn Poul Andrias Ziska nú önnum kafinn við að endurskipuleggja pantanir.

Hann segir gesti mjög skilningsríka og bætir við að lokunin sé honum ekki áfall. Árið 2020 hafi verið nægilega undarlegt til þess a nokkuð komi honum á óvart lengur.

Nú eru 147 með Covid-19 í Færeyjum, 372 hafa smitast, 700 eru í sóttkví en enginn liggur inni á sjúkrahúsi.