Loka Vesturlandsvegi næstu þrjú kvöld

17.08.2020 - 12:59
Mynd með færslu
 Mynd: Vegagerðin
Vegagerðin mun loka Vesturlandsvegi, frá Geldingaá að Lyngholti, vegna malbikunar næstu þrjú kvöld. Lokunin gildir milli klukkan átta á kvöldin og fram til sjö á morgnana. Vegagerðin greinir frá þessu í tilkynningu í dag.

Hægt verður að keyra hjáleið um Hvalfjarðarveg og Borgarfjarðarbraut samkvæmt mynd.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi