Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Kosningum frestað vegna faraldursins í Nýja-Sjálandi

17.08.2020 - 01:09
epa08401784 (FILE) - New Zealand Prime Minister Jacinda Ardern attends a press conference with Australian Prime Minister Scott Morrison (not pictured) at Admiralty House in Sydney, Australia, 28 February 2020 (reissued 05 May 2020). According to media reports, Australia and New Zealand discussed on 05 May about introducing a trans-Tasman bubble to allow travel between the two countries. The plan was set in motion after Ardern reportedly stressed out that the New Zealand border will be closed for a long time, amid the ongoing coronavirus pandemic.  EPA-EFE/BIANCA DE MARCHI  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA images - EPA
Þingkosningum í Nýja-Sjálandi hefur verið frestað um fjórar vikur vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Ganga átti til kosninga 19. september, en Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í morgun að þær verði 17. október. 

Eftir góðan árangur í baráttunni gegn kórónuveirunni fór faraldurinn aftur af stað í landinu fyrir skömmu. Strangar reglur voru settar í Auckland, stærstu borg Nýja-Sjálands, þegar fyrstu samfélagssmitin í um þrjá mánuði greindust. Faraldurinn hefur gert frambjóðendum erfitt fyrir að kynna sig og sín málefni, og var því gripið til þess ráðs að fresta kosningunum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV