Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Íslendingar með vottorð mega fljúga til Grænlands

Mynd með færslu
 Mynd: Chmee2/Valtameri - Wikimedia Commons
Íslendingum sem ferðast til Grænlands dugir að sýna vottorð þess efnis að þeir séu ekki með Covid-19. Vottorðið má ekki vera eldra en fimm daga gamalt.

Ekki er hægt að ferðast til Grænlands án heilbrigðisvottorðs.

Að sögn Birtu Jóhannesdóttur ritara á sendiskrifstofu Grænlands á Íslandi krefjast nokkur svæði á Grænlandi þess að ferðamenn fari í sýnatöku fimm dögum eftir komu til landsins.

Við það getur för tafist til austurhluta Grænlands þar sem til að mynda eru stundaðar talsverðar vísindarannsóknir. Við núverandi aðstæður er ekki flogið beint frá Íslandi til austur-Grænlands.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV