Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Gíslatöku á heimili í Texas lokið

17.08.2020 - 14:32
Mynd með færslu
 Mynd: Etienne Godiard - Unsplash
Maður sem hélt nákomnum ættingjum sínum föngnum í Cedar Parks, útborg Austin í Texas, hefur látið alla gísla sinna lausa.

AP-fréttastofan greinir frá því að maðurinn hafi ruðst inn á heimili móður sinnar í gær. Þar hélt hann henni, bróður sínum, systur og gæludýri heimilisins í gíslingu.

Hann hélt móður sinni fanginni um nokkra hríð á eftir en þau gengu bæði ósködduð út úr húsinu fyrir nokkru.

Lögregla kom fljótt að húsinu og hóf samningaviðræður við manninn. Í gærkvöldi skaut hann á og særði þrjá lögreglumenn. Tveir þeirra hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Að sögn lögreglunnar ríkir bjartsýni um að maðurinn fáist til að láta móður sína lausa, en ástandið við húsið er enn sagt vera viðkvæmt.

Fréttin var uppfærð kl. 15:39.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV