Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bretar viðurkenna ekki niðurstöður forsetakosninga

epa08602827 Employees of Minsk Tractor Plant (MTZ) hold posters 'We are not sheep, we are not cattle, we are workers (MTZ), we are 17,000' during a gathering to protest against presidential election results and to demand re-election in Minsk, Belarus, 14 August 2020, where protesters were kept following recent protests against the presidential election results. According to media reports, nearly 7,000 people have been detained and hundreds injured in the crackdown on demonstrators protesting the official results that said long-time president Alexander Lukashenko won by a landslide with 80 percent of the vote. Main opposition leader Svetlana Tikhanovskaya fled to Lithuania after rejecting the election results she claimed was rigged.  EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Búist er við víðtækum innanlandsverkföllum næstu daga til stuðnings mótmælum gegn Lúkasjenkó forseta Hvíta Rússlands. Breska ríkisstjórnin viðurkennir ekki niðurstöður forsetakosninganna í landinu.

Fjölmennustu mótmæli sögunnar urðu landinu um helgina, þar sem tugþúsundir komu saman og kölluðu eftir því að Lúkasjenkó viki þegar til hliðar. Hann er sakaður um umfangsmikið svindl í forsetakosningunum 9. ágúst síðastliðinn.

Víðtæk verkföll

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu kalla eftir því að fólk fari ekki til vinnu til að þrýsta á brotthvarf foretans. Lúkasjenkó heldur þó sigri sínum til streitu og segist hvergi ætla að víkja.

Meðal þeirra sem hlýtt hafa kallinu eru starfsmenn ríkisrekinna verksmiðja og erlendir blaðamenn benda á að heldur tómlegt hefði verið um að litast í ríkissjónvarpi Hvíta Rússlands.

Bretar viðurkenna ekki niðurstöðurnar

Dominic Raab utanríkisráðherra Bretlands segir heiminn hafa horft með hryllingi á aðfarir yfirvalda gagnvart friðsömum mótmælendum. Hann segir Bretlandsstjórn ekki viðurkenna niðurstöður forsetakosninganna og kallar eftir rannsókn á niðurstöðum þeirra.

Tíkanovskaja tilbúin í leiðtogahlutverkið

Svetlana Tíkanovskaja landflótta frambjóðandi í forsetakosningunum hvatti sjálf fólk í framleiðslustörfum og verkafólk að taka þátt í breytingunum. Hún segist jafnframt tilbúin að verða leiðtogi þjóðar sinnar.

Í myndbandsávarpi frá Litháen kveðst hún ekki hafa viljað verða stjórnmálamaður en örlögin hefðu skákað henni á þann stað sem hún væri núna. Henni bæri að axla sína ábyrgð í baráttunni gegn gerræðisstjórn og órættlæti Lúkasjenkós.