Vélin fór frá Keflavík klukkan 7:59 í morgun og lenti klukkan 8:53.
Samkvæmt upplýsingum frá Isavia sneri vélin við vegna vélartruflana. Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli var samkvæmt rauðu hættustigi en hefur nú verið aflétt.
Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að tæknileg bilun sé ástæða þess að vélin sneri við. Skipt verði um vél og brottför til Hamborgar er áætluð klukkan 11:10.
Fréttin hefur verið uppfærð.