Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vél Icelandair lent heil á húfi

16.08.2020 - 08:41
Mynd úr safni. - Mynd: Víkurfréttir/Hilmar Bragi / Ljósmynd
Boeing 757 flugvél Icelandair á leið til Hamborgar, sem sneri við yfir Kirkjubæjarklaustri skömmu eftir klukkan 8 í morgun, er nú lent á Keflavíkurflugvelli. Allir eru heilir á húfi samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Um borð eru 150 farþegar

Vélin fór frá Keflavík klukkan 7:59 í morgun og lenti klukkan 8:53.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia sneri vélin við vegna vélartruflana. Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli var samkvæmt rauðu hættustigi en hefur nú verið aflétt.

Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að tæknileg bilun sé ástæða þess að vélin sneri við. Skipt verði um vél og brottför til Hamborgar er áætluð klukkan 11:10.

Fréttin hefur verið uppfærð.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir