Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Kornabarn greindist með kórónuveirusmit

16.08.2020 - 15:12
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso
Kornabarn á Austurlandi er meðal þeirra sem greindust með kórónuveirusmit í gær. Alls eru fjögur börn 12 ára og yngri nú með virkt smit af veirunni.

Í gær greindust átta smit innanlands og af þeim voru sjö í sóttkví.

Á vefsíðunni covid.is eru upplýsingar um þá sem eru í einangrun eftir því á hvaða aldri þeir eru. Þar má sjá að eitt barn, yngra en eins árs er í einangun, eitt barn sem er á aldrinum 1-5 ára og tvö á aldrinum 6-12 ára. 

Að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra Almannavarna, greindist ungbarnið á Austurlandi, en þar eru nú sjö smitaðir og þar eru 26 í sóttkví. Tengsl eru á milli barnsins og annarra sem hafa nýverið greinst með smit á svæðinu að sögn Jóhanns.

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir