Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Einn af 47 þurfti að gera úrbætur

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Höfuðborgarsvæ? - Facebook
Einn af þeim 47 skemmti- og veitingastöðum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með í gærkvöld var ekki með fullnægjandi ráðstafanir og eftirlit varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu.

Starfsmenn gerðu úrbætur á staðnum á meðan heimsókn lögreglu stóð, segir í dagbók hennar.

Heilt yfir hefur starfsfólk og rekstraraðilar staðanna sýnt mikinn samstarfsvilja bæði í orðum og gjörðum segir í dagbókinni. Svo virðist sem allir leggist á eitt við að viðhalda fullnægjandi sóttvörnum og passa upp á að tveggja metra reglunni sé framfylgt.

Þeir staðir, sem höfðu fengið ábendingar um það sem betur mætti fara í fyrri eftirlitsheimsóknum lögreglu höfðu gert betrumbætur þegar lögreglu bar að garði í gærkvöldi.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir