Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Slasaður hjólreiðamaður sóttur á sexhjóli

Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
Sjúkraflutningamenn voru kallaðir út að Helgafelli í Hafnarfirði í kvöld vegna reiðhjólaslyss. Einn maður slasaðist, en hann er ekki talinn alvarlega slasaður. Erfitt er að komast að slysstað á hefðbundnum sjúkrabílum og voru sjúkraflutningamenn því fluttir á staðinn á sexhjólum til að sækja hinn slasaða.

Að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók um klukkutíma að sækja manninn á slysstað eftir að sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður, en hann var ófær um að bjarga sér sjálfur og þurfti aðstoð til að komast til byggða. Hann var fluttur á slysadeild til frekari rannsóknar.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV