Yfir hálf milljón kórónuveirutilfella í Mexíkó

14.08.2020 - 01:36
epa08601365 People with masks travel in a bus in Mexico City, Mexico, 13 August 2020. The COVID-19 pandemic in Mexico continues uncontrolled and contaminated by a debate about the value of wearing or not wearing a mask, just when the country is about to break the barrier of half a million infections and 55,000 deaths.  EPA-EFE/Jorge Nunez
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Mexíkó og Perú urðu í gær sjötta og sjöunda ríkið í heiminum þar sem yfir hálf milljón kórónuveirutilfella hefur greinst. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu eru tilfellin orðin rúmlega 505 þúsund talsins og yfir 55 þúsund eru látnir af völdum COVID-19 í landinu það sem af er. Í Perú eru tilfellin orðin nærri 508 þúsund og yfir 25 þúsund eru látnir að sögn heilbrigðisyfirvalda þar í landi.

Samkvæmt hagtöluvefnum Worldometers eru tilfelli á heimsvísu orðin fleiri en 21 milljón, eftir að yfir 270 þúsund ný tilfelli voru greind í heiminum í gær. Þar af voru samanlagt nærri 178 þúsund tilfelli í Bandaríkjunum, Brasilíu og á Indlandi, eða nærri tvö af hverjum þremur tilfellum á heimsvísu. Yfir þúsund dauðsföll af völdum COVID-19 voru skráð í hverju þessarra þriggja landa í gær, eða ríflega helmingur allra dauðsfalla á heimsvísu síðasta sólarhring. Alls hefur faraldurinn orðið ríflega 750 þúsund að bana, samkvæmt tölum Worldometers. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi