Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Rannsaka mengun af sprengingunni í Beirút

epa08589108 Members of German Federal Agency for Technical Relief (THW) use rescue dogs during the search for bodies and survivors amid the rubble three days after explosions that hit Beirut port, in Beirut, Lebanon, 07 August 2020. According to the Lebanese Health Ministry, at least 137 people were killed, and more than 5,000 injured in the blast believed to have been caused by an estimated 2,750 tons of ammonium nitrate stored in a warehouse. The explosion and its shockwave on 04 August 2020 devastated the port area.  EPA-EFE/WAEL HAMZEH
 Mynd: epa
Rannsókn stendur yfir á hvaða mengandi efni dreifðust yfir Beirút og Miðjarðarhafið í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn.

Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna stendur að rannsókninni ásamt sérfræðingum frá Evrópusambandinu. Auk þess að komast á snoðir um samsetningu þess sem dreifðist um allt þarf að finna leiðir til hreinsunar.

Að sögn Rekha Das ráðgjafa hjá Þróunaráætluninni er nú verið að greina brakið sem liggur um alla borg. Sömuleiðis er rannsakað hve mikið efni úr sprengingunni kann að hafa mengað Miðjarðarhafið.

Brýnt er að komast á snoðir um hvað teljist hættulegt og hvað ekki. Eins hvað hægt sé að endurvinna og hvernig farga skuli því sem telst óendurvinnanlegt. Rekha Das segir ljóst að mikið af eiturefnum hafi dreifst um haf og land. Einnig sé ógrynni plasts í brakinu.

Þegar hefur þremur milljónum Bandaríkjadala verið veitt í verkið, segir Das, og búast megi við fyrstu niðurstöðum innan viku. Verkið sé unnið í þrepum þannig að mögulegt sé að kalla þurfi eftir meira fjármagni reynist næstu skref flókin.