Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Norður-Kóreumenn aflétta útgöngubanni

In this undated photo distributed on Saturday, Sept. 16, 2017, by the North Korean government, North Korean leader Kim Jong Un, center, attends what was said to be the test launch of an intermediate range Hwasong-12 missile at an undisclosed location in North Korea. Independent journalists were not given access to cover the event depicted in this image distributed by the North Korean government. The content of this image is as provided and cannot be independently verified. (Korean Central News Agency/Korea News Service via AP)
 Mynd: AP
Norður-Kóreustjórn hefur aflétt útgöngubanni í borginni Kaesong nærri landamærum Suður-Kóreu. BBC greinir frá þessu.

Aðgangur að borginni hefur verið bannaður síðan seint í júlí eftir að fullyrt var að liðhlaupi smitaður af kórónuveirunni hefði snúið þangað aftur.

Norður-Kórea lokaði landamærum sínum þegar í janúar, fyrst ríkja, og miklar ferðahömlur hafa verið í gildi innanlands síðan þá. Leiðtoginn Kim Jong-un fullyrðir að engin tilfelli Covid-19 hafi greinst í Norður-Kóreu en sérfræðingar telja það harla ólíklegt.

Í Suður-Kóreu hafa greinst 103 ný smit, 85 þeirra eru innanlandssmit. Þau eru talin eiga uppruna sinn í kirkjum og skyndibitastöðum. Þar í landi hafa alls tæplega 15 þúsund smitast og 305 látist.

Yfirvöld íhuga nú að setja strangari reglur um fjarlægð milli fólks og til að draga úr stórum samkomum.