„Við erum alveg með skrímsli á heilanum“

Mynd: RÚV / Með okkar augum

„Við erum alveg með skrímsli á heilanum“

13.08.2020 - 15:34

Höfundar

„Við erum tíu ára í ár,“ segja þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson í hljómsveitinni Of Monsters and Men en áður en sveitin sigraði heiminn vann hún Músíktilraunir á Íslandi árið 2010. „Það markaði svona upphafið hjá okkur,“ sögðu þau þegar Með okkar augum tók þau tali.

Brynjar segir að í upphafi hafi sveitin einbeitt sér að órafmagnaðri þjóðlagatónlist en það hafi þróast með árunum og nú leyfi þau sér að spila nákvæmlega það sem þeim sýnist hverju sinni. „Við reynum bara að vera opin fyrir því hvert tónlistin tekur mann,“ segir Nanna Bryndís. Síðasta plata OMAM kom út fyrir ári síðan og var nokkuð rokkaðri heldur en þeirra fyrri verk. Þar unnu þau umslagið í samstarfi við myndlistarmanninn Jón Sæmundsson, sem teiknaði fimm skrímsli, eitt fyrir hvern liðsmann sveitarinnar, á það. „Við erum alveg með skrímsli á heilanum,“ segja þau og bera þannig nafn með rentu.

Magnús Orri Arnarson ræddi við Nönnu Bryndísi og Brynjar Leifsson um frægðina, upphafið, tónleikaferðirnar og tónlistina í fyrsta þætti af tíundu seríu Með okkar augum. Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni í spilara RÚV.

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Ég er búinn að vera alveg ómögulegur í mánuð“

Sjónvarp

Má gera grín að fötluðu fólki?

Tónlist

Fyrsta lag Of Monsters and Men í fjögur ár

Popptónlist

Of Monsters and Men með milljarð hlustana