Tvö af sex smitum dagsins í Vestmannaeyjum

13.08.2020 - 12:29
Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Ragnarsdóttir - RÚV
Tveir af þeim sex sem greindust með COVID-19 síðastliðinn sólarhring eru í Vestmannaeyjum. Lögreglan deilir tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna í Eyjum á Facebook.

Í Vestmannaeyjum eru nú sex í einangrun með virka COVID-19 sýkingu og 76 eru í sóttkví.

Fólk er hvatt til þess að gæta áfram að sóttvörnum og almennum smitvörnum til að vernda sjálft sig, sína nánustu og viðkvæmasta hópinn.

Íslensk erfðagreining skimaði fyrir kórónuveirunni í Vestmannaeyjum til að kanna útbreiðsluna þar eftir verslunarmannahelgina þegar nokkur fjöldi kom samaní Eyjum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð einnig fyrir skimun í Eyjum og aðgerðastjórn var virkjuð vegna smitanna sem greindust þar.

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi