Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Palestínumenn mjög ósáttir og kalla sendiherra heim

epa08173484 Palestinian President Mahmoud Abbas delivers his speech in the West Bank city of Ramallah, 28 January 2020. US President Donald J. Trump's Middle East peace plan was rejected by Palestinian leaders, having withdrawn from engagement with the White House after Trump recognized Jerusalem as the capital of Israel. The proposal was announced while Netanyahu and his political rival, Benny Gantz, both visit Washington, DC.  EPA-EFE/ALAA BADARNEH
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna. Mynd: EPA-EFE - EPA
Palestínumenn er mjög ósáttir við samkomulag milli Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem tilkynnt var um í dag. Samkvæmt því taka ríkin upp formlegt stjórnmálasamband og hafa gert samkomulag um að Ísraelar fresti formlegri innlimum Vesturbakkans, sem þeir frestuðu í sumar vegna COVID-19 faraldursins.

Stjórnvöld í Ísrael og furstadæmunum lýstu því yfir að samkomulagið væri skref í átt að friði í Mið-Austurlöndum. Því eru Palestínumenn ekki sammála og segir Mahmoud Abbas, forseti, í yfirlýsingu, að samningurinn sé árás gegn palestínsku þjóðinni og svik við málstað þeirra, og þar á meðal þá stefnu að Jerúsalem verði framtíðar höfuðborg landins. Þeir hafa kallað sendiherra sinn í furstadæmunum heim vegna málsins. 

Þing- og baráttukonan Hanan Ashrawi skrifaði um málið í færslu á Twitter að hún óskaði engum manni þess að upplifa þann harm sem fylgi því að lenda í því að landi hans sé stolið, að þurfa að lifa undir hernámi eða horfa upp á ástvini drepna.  

Fyrstur til að greina frá samkomulaginu í dag var Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Það gerði hann í færslu á Twitter. Þar sagði hann samkomulagið sögulegt. Yfirvöld í furstadæmunum og Ísrael sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem sagði meðal annars að Ísrael ætli, í samvinnu við furstadæmin og Bandaríkin, að efla tengsl sín við fleiri ríki í Mið-Austurlöndum.  

 

Al Jazeera hefur eftir Marwan Bishara, sérfræðingi í málefnum Ísraels og Palestínu, að hann telji að samkomulagið snúist ekki um frið í Mið-Austurlöndum. Arabísku furstadæmin eigi ekki landamæri að Ísrael og eigi ekki í deilum um landsvæði við ríkið. Það séu Palestínumenn sem eigi í deilum við Ísraela og að með samkomulaginu hafi fustadæmin farið gegn ríkjandi skoðun Araba um málefni Ísraels og Palestínu.