Kvöldfréttir: Öllum ferðum til meginlands Spánar aflýst

13.08.2020 - 18:49
Íslenskar ferðaskrifstofur hafa aflýst öllum ferðum til meginlands Spánar frá ágústlokum fram í október. Alls hafa stóru ferðaskrifstofurnar þrjár aflýst ferðum að verðmæti tveimur milljörðum vegna faraldursins.

Miklar ráðstafanir voru gerðar á hjúkrunarheimilinu Hömrum í dag þegar í ljós kom að starfsmaður er kórónuveirusmitaður. Nærri öll smitin sem greinst hafa í seinni bylgju farsóttarinnar eru í sömu hópsýkingunni. 

Hátt í sjö þúsund mótmælendur hafa verið handteknir í Hvíta-Rússlandi undanfarna þrjá daga. Nágrannaþjóðir hafa boðist til að miðla málum milli mótmælenda og stjórnvalda. 

Fimmtíu þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins og fjöldi fyrirtækja verða heitavatnslaus í þrjátíu klukkustundir í næstu viku. Veitur þurfa að tengja stór svæði við jarðvarmavirkjanir á Hellisheiði til að létta álagi af lághitasvæðum. 

Hótelstjóri við Mývatn neyðist til að loka í haust og flytur á brott með fjölskylduna. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að um tuttugu manns séu að hugsa sér til hreyfings.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi