Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Jonathan Pryce verður Filippus prins

epa08206898 Jonathan Pryce arrives for the 92nd annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, California, USA, 09 February 2020. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories.  EPA-EFE/DAVID SWANSON
 Mynd: EPA

Jonathan Pryce verður Filippus prins

13.08.2020 - 10:48

Höfundar

Velski leikarinn Jonathan Pryce fer með hlutverk Filipusar drottningarmanns í fimmtu og sjöttu þáttaröð af The Crown. Þættirnir eru framleiddir af streymisveitunni Netflix og greina frá ævihlaupi Elísabetar Englandsdrottningar.

Þegar hafa þrjár þáttaraðir af The Crown verið sýndar á Netflix og sú fjórða væntanleg síðar á þessu ári. Í þeim þáttaröðum eru það Olivia Coleman og Tobias Menzies sem fara með hlutverk Elísabetar og Filipusar. 
Áður hafði verið greint frá því að breska leikkonan Imelda Staunton komi til með að bregða sér í gervi Elísabetar í síðustu þáttaröðunum tveimur. 

Pryce tekur því við hlutverki Filipusar af Mezies, en leikararnir eiga það auk þess sameiginlegt að hafa báðir leikið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Ferilskrá Pryce telur fleiri hlutverk. Hann var meðal annars illmennið Elliot Carver í James Bond myndinni Tomorrow Never Dies. 

Þá var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna í fyrra fyrir hlutverk sitt sem Frans páfi í kvikmyndinni The Two Popes þar sem hann lék á móti Antony Hopkins. 

Nánar má lesa um þáttaröðina The Crown hér. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Þáttaraðirnar The Crown verða sex talsins

Erlent

Drottningin snýr aftur á Netflix