Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Daimler greiðir himinháar sektir og bætur vestra

13.08.2020 - 18:47
epa07486367 (FILE) - A worker attaches a Mercedes star at the C Class and GLC Class production line during a photo opportunity for the media at the Mercedes Cars factory in Bremen, northern Germany, 24 January 2017 (reissued 05 April 2019). Media reports on 05 April 2019 state the EU commission regulators in a statement have charged German carmakers Daimler, Volkswagen and BMW of collusion in the area of emissions cleaning technology by 'participating in a collusive scheme, in breach of EU competition rules, to limit the development and roll-out of emission-cleaning technology for new diesel and petrol passenger cars sold in the European Economic Area'.  EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þýski bílaframleiðandinn Daimler, sem meðal annars framleiðir Mercedes-Benz bifreiðar, hefur fallist á að greiða 2,2 milljarða dala í bætur og sektir vestanhafs.

Tilefni þessa er hugbúnaður bifreiðanna sem ruglaði mæla þegar kannaður var mengandi útblástur frá þeim. Um 700 milljónir dala eru bætur til eigenda bifreiða frá fyrirtækinu.

Hið svokallaða Diesel-gate hófst árið 2015 þegar þýski bílarisinn Volkswagen varð uppvís að því að díselknúnar bifreiðar framleiðandans sýndu minni mengun á rannsóknarstofum en raunin varð við daglega notkun.

Volkswagen þurfti að greiða himinháar bætur og sektir fyrir athæfið, að stærstum hluta í Bandaríkjunum. Talsmenn Daimler segja niðurstöðuna nú hafa veruleg áhrif á afkomu fyrirtækisins næstu þrjú ár en að gerðar hafi verið ráðstafanir til að mæta kostnaðinum.