Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Katrín Edda vinnur að þróun sjálfkeyrandi bíla

12.08.2020 - 09:49
Mynd: Björn Þór Sigbjörnsson / Björn Þór Sigbjörnsson
Enn er nokkuð í að bílar verði almennt sjálfkeyrandi um götur og vegi, og eins og sakir standa er talið ólíklegt að þeir verði að fullu sjálfstýrðir í nánustu framtíð. Ljónið í veginum er óvænt hegðun fólks sem örðugt er að kenna bílum að bregðast við. Katrín Edda Þorsteinsdóttir vélaverkfræðingur vinnur að þróun hugbúnaðar fyrir sjálfkeyrandi bíla hjá þýska tæknifyrirtækinu Bosch.

Katrín Edda var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1. 

Hún ræddi um þá þróun sem þegar hefur orðið í átt til sjálfkeyrslu og hindranirnar sem enn þarf að yfirstíga. Þá sagði hún frá verkefnum sínum hjá Bosch. 

bjornthor's picture
Björn Þór Sigbjörnsson
dagskrárgerðarmaður