Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Kanna hvort veiran hafi borist til landsins með frakt

12.08.2020 - 07:44
epa08401784 (FILE) - New Zealand Prime Minister Jacinda Ardern attends a press conference with Australian Prime Minister Scott Morrison (not pictured) at Admiralty House in Sydney, Australia, 28 February 2020 (reissued 05 May 2020). According to media reports, Australia and New Zealand discussed on 05 May about introducing a trans-Tasman bubble to allow travel between the two countries. The plan was set in motion after Ardern reportedly stressed out that the New Zealand border will be closed for a long time, amid the ongoing coronavirus pandemic.  EPA-EFE/BIANCA DE MARCHI  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA images - EPA
Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi skoða nú hvort kórónuveirusmit, sem greindust í landinu í fyrsta skipti í meira en hundrað daga, eigi rætur sínar að rekja til fraktflutninga.

Fjögur ný kórónuveirusmit greindust í Nýja-Sjálandi í fyrradag. Smitin komu öll upp innan sömu fjölskyldu en uppruni þeirra er hins vegar ekki þekktur. Fjölskyldan hafði ekki ferðast til útlanda.

Ashley Bloomfield, landlæknir Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í dag að til standi að taka sýni af yfirborðsflötum í verslun með kælivörur þar sem einn hinna smituðu starfar. „Við vitum að veiran getur lifað af í kæli um nokkra hríð,“ sagði Bloomberg.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, boðaði hertar aðgerðir vegna innanlandssmitanna í gær. Útgöngubanni hefur verið komið á í Auckland og samkomu- og nándartakmarkanir hafa aftur tekið gildi í landinu öllu.