Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Danskur ráðherra vill að tónleikastaðir verði opnaðir

epa08327536 The windows of SAS Hotel Royal lit in the shape of a heart to send a messages of love during the COVID-19 coronavirus crisis in Copenhagen, Denmark, 27 March 2020.  EPA-EFE/Philip Davali  DENMARK OUT
SAS-hótelið í Kaupmannahöfn. Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX

Danskur ráðherra vill að tónleikastaðir verði opnaðir

12.08.2020 - 18:09

Höfundar

„Mikill munur er á menningarlífi og næturlífi. Næturklúbbur og tónleikastaður eru ekki það sama.“ Þetta segir Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur.

Stjórn­völd í Dan­mörku tóku þá ákvörðun í vikunni að hætta við boðaðar breytingar á tak­mörk­un­um vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirufar­ald­urs­ins. 

Til stóð að fjórða stig afléttingar hæfist nú í ágúst. Með því átti til að mynda að leyfa dansstöðum og næturklúbbum að taka til starfa að nýju. Ljóst er að næturklúbbar fá ekki leyfi til að opna og hið sama átti að gilda um tónleikahús. Heilbrigðisráðherra og Bóluefnastofnun Danmerkur telja ekki forsvaranlegt að opna slíka staði.

Nú er mat menningarmálaráðherrans að opna skuli tónleikastaði en fulltrúar þeirra hafa lagt mjög hart að henni. DR greinir frá þessu. Dansk-færeyski tónlistarmaðurinn Simon Kvamm er einn þeirra sem gagnrýnt hefur ríkisstjórnina kröftuglega fyrir að hafa sett næturklúbba og tónleikastaði undir sama hatt meðan fylla mátti íþróttaleikvanga fólki.

Joy Mogensen menningarmálaráðherra segir nú áríðandi að hægt verði að halda tónleika í Danmörku. Ríkisstjórnin verði að greina milli næturlífs og menningarlífs. Hún segir hollt fyrir almenning að hafa aðgang að lifandi tónlist en auðvitað þurfi að gæta allrar varúðar.

Tengdar fréttir

Heilbrigðismál

Yfir 100 smit í Danmörku fimmta daginn í röð

Stjórnmál

Hætt við boðaðar tilslakanir í Danmörku