Blaðamannafundur Biden og Harris í Delaware

Joe Biden forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum og Kamala Harris varaforsetaefni flokksins blása til blaðamannafundar í kvöld klukkan 20:30 að íslenskum tíma.

Biden tilkynnti í gær að Kamala Harris öldungadeildarþingmaður Kaliforníufylkis yrði varaforsetaefni flokksins í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi. Þau koma nú fram saman í fyrsta skipti í Delaware. Fundinum verður streymt í beinni útsendingu hér að ofan. 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi