Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Telur líkur á smiti meiri utan vallar en innan

Mynd með færslu
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.  Mynd: RÚV

Telur líkur á smiti meiri utan vallar en innan

11.08.2020 - 17:55
Fullorðið íþróttafólk verður sjálft að ákveða hvort það taki þátt í leikjum, ef slakað verður á takmörkunum vegna COVID-19 faraldursins á næstu dögum, segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Hann telur að íþróttafólkinu sé ekki stefnt í hættu, ef keppni hefst á ný. KSÍ stefnir að því hefja keppni í fótbolta á ný á föstudag.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að ef smitum haldi áfram að fækka, verði hluta takmarkana vegna faraldursins aflétt. Í gær gaf hann til kynna að stefnt væri að því að leyfa íþróttir með snertingu. Á vef KSÍ segir að stefnt sé að því keppni hefjist á föstudag í meistaraflokki, öðrum og þriðja flokki. 

Er ekki verið að stofna íþróttamönnum í hættu með því að leyfa þessar snertiíþróttir? „Nei, við myndum ekki leyfa þetta ef við teldum það og það er auðvitað með þetta eins og annað að þarna er um að ræða hóp af fullorðnu fólki sem tekur þá sjálfstæða ákvörðun um það hvort það tekur þátt í þessu eða ekki,“ sagði Víðir eftir upplýsingafund Almannavarna í dag.

Þá segir Víðir að ákveðnar reglur um sóttvarnaráðstafanir, sem gildi í hverri íþrótt, eigi að lágmarka hættu á smiti. „Þarna kemur líka til ábyrgð hvers og eins einstaklings, hvernig hann hagar sér utan íþróttanna. Það er miklu líklegra að smitið fari fram þar heldur en í íþróttunum. Þar af leiðandi er ábyrgðin í þessu sett í hendur á íþróttafólkinu.“ 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Lilja ræddi knattspyrnu og tónlist á ríkisstjórnarfundi

Útlit fyrir að við séum að ná böndum á faraldurinn

Innlent

Áframhaldandi skimun og sóttkví í einhverri mynd

Fótbolti

Skoða að leyfa íþróttir með snertingu eftir 13. ágúst