Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Rigning fyrir sunnan og vestan, þurrt á NA-landi

11.08.2020 - 07:08
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Í dag er spáð sunnanátt og rigningu sunnan- og vestantil á landinu og 10-15 stiga hita. Nokkuð annað veðurútlit er um norðaustanvert landið þar sem þurrt verður og bjart og hiti verður 16-23 stig yfir daginn.

Í spá Veðurstofu Íslands segir að í kvöld og nótt muni lægja og stytta upp.

Á morgun er spáð hægri suðvestanátt og þurrviðri, en annað kvöld gengur í sunnan 10-15 m/s, og fer einnig að rigna við vesturströndina. Kólnar
heldur, hiti verður 10 til 18 stig á morgun, hlýjast á Suðausturlandi.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir