Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Níu leikir um helgina hefjist fótboltinn á föstudag

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Níu leikir um helgina hefjist fótboltinn á föstudag

11.08.2020 - 15:25
KSÍ segir stefnt að því að hefja keppni aftur í fótbolta á föstudag. Í úrvalsdeildum karla og kvenna eru níu leikir á dagskrá um helgina. Fjórir leikir í úrvalsdeild karla og fimm í úrvalsdeild kvenna.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur lagt til við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að ef smitum heldur áfram að fækka verði takmörkunum vegna kórónaveirufaraldursins aflétt. Svandís fékk minnisblað frá Þórólfi um sóttvarnaraðgerðir eftir 13. ágúst afhent í morgun. Hann gaf til kynna í gær að stefnt væri að því að leyfa íþróttir með snertingu og KSÍ birti í kjölfarið í drög að ströngum sóttvarnarreglum varðandi framkvæmd fótboltaleikja.

KSÍ hefur nú birt tilkynningu á vef sínum þar sem segir að stefnt sé að því að hefja keppni hefst á föstudag. Þá verði farið eftir núverandi dagskrá í meistaraflokki, 2. flokki og 3. flokki. Leikjum sem hefur verið frestað verði fundinn nýr tími. Þá fundar KSÍ á morgun með félögum í Pepsi Max- og Lengudeildinni þar sem áætlað er að fara yfir nýjar sóttvarnarreglur.

Á föstudag er einn leikur á dagskrá í úrvalsdeild karla, HK-Fjölnir. Á laugardag eiga ÍA og Fylkir að mætast og Valur og KA. Þá er einn leikur á sunnudag, Víkingur-Breiðablik. Í úrvalsdeild kvenna eru engir leikir á dagskrá á föstudag og laugardag en fimm á sunnudag: Selfoss-Fylkir, KR-Valur, Þróttur-ÍBV, Stjarnan-Þór/KA og FH-Breiðablik.

Tengdar fréttir

Íslenski fótboltinn

Bannað verði að fagna með snertingu

Íþróttir

KSÍ var reiðubúið að senda leikmenn í læknisskoðun

Fótbolti

Skoða að leyfa íþróttir með snertingu eftir 13. ágúst